Best að fara upp á fjall 19. apríl 2005 00:01 "Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni." Heilsa Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
"Ég er sek -- ég er óneitanlega svokallað heilsufrík," er það fyrsta sem Ragnhildur segir við blaðakonu er hún forvitnast um hvernig hún heldur sér í formi. Brátt kemur á daginn að Ragnhildur er algjör orkubolti. "Ég er fyrrum langhlaupari. Ég bjó lengi í Ameríku og keppti fyrir San Francisco State University háskólann frá 1994 til 1998 á meðan ég var að læra stjórnmálafræði. Ég keppti í 1500 metra, 800 metra og upp í 3000 metra hlaupi en í víðavangshlaupi hljóp ég fimm til tíu kílómetra hlaup," segir Ragnhildur sem fer líka um það bil fimm sinnum í viku í ræktina. "Ég hleyp ennþá en keppi ekki. Fyrir mér er hreyfing bráðnauðsynleg og órjúfanlegur partur af mínum lífsstíl. Mér líður svo vel þegar ég er að æfa og hreyfa mig." Það nægir Ragnhildi ekki að hlaupa og lyfta í ræktinni heldur fer hún líka reglulega í sund og elskar að fara upp um fjöll og firnindi. "Það besta sem ég geri er að fara á fjöll. Það er ekkert betra," segir hún og flissar, enda eitilhress þegar blaðakona hittir á hana. "Ég er í mjög góðum gír þessa dagana, meðal annars vegna þess að ég fer líka reglulega til höfuðbeina- og spjaldhryggs-þerapista og vinn í líkamanum. Þetta tekur á gömlum hlaupameiðslum og langvarandi líkamsstreitu." "Ég hugsa líka um mataræðið og ég er mikil grænmetiskerling. Ég borða hvorki mjólkurvörur né sykur. Reyndar er ég með mjólkuróþol," segir Ragnhildur og hlær. "Ég ólst upp í Kaliforníu og bjó þar í átján ár meira eða minna. Þar vandist ég ekki á að borða kjöt og kartöflur með rjómasósu. Ég kann ekkert á þann mat og hann umturnast í maganum á mér. Ég er rosalega mikið fyrir salöt, grænmeti og asískan mat. Allt sem er létt í maga." Ragnhildur var að kenna box í hitteðfyrra en ætlar, ótrúlegt en satt, að sleppa því í ár. "Mér líður lang best ómálaðri og í jogginggalla. Líkamsrækt er það sem ég geri til að rækta sjálfa mig. Ég viðurkenni það alveg að ég er ofvirk og hreyfing er heilbrigð útrás fyrir ofvirkni."
Heilsa Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira