Fjölbreytnin gefur starfinu gildi 19. apríl 2005 00:01 "Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!" Atvinna Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!"
Atvinna Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira