Innlent

Skautasvelli komið upp á Ísafirði?

MYND/GVA

Hugsanlegt er að skautasvelli verði komið upp á Ísafirði í nánustu framtíð. Íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar hefur verið falið að kanna möguleika á slíkri framkvæmd eftir að bæjarbúi lagði það til á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar á dögunum. Víkurfréttir greina frá því að Ísafjarðarbær hafi þó nokkrum sinnum staðið fyrir gerð skautasvells í bænum en réttar veðuraðstöður þurfi að vera til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×