Innlent

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur í dag

Mynd/Kristján J.

Síðasti rjúpnaveiðidagurinn er í dag og lýkur veiðitímanum á miðnætti, en veiðarnar stóðu fram undir jól, áður en rjúpnaveiðibannið tók gildi fyrir tveimur árum. Ekki liggur enn fyrir hversu mikið var veitt af rjúpu, en þrátt fyrir sölubann, virðist markaðurinn í fljótu bragði vera mettaður af rjúpum, því samkvæmt lauslegri athugun Fréttastofunnar í gær, eru kaupmenn ekki með á prjónunum að flytja inn rjúpur að svo stöddu, eins og gert hefur verið í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×