Innlent

Rjúpnaskytta gekkst undir langa aðgerð í gærkvöldi

Rjúpnaskyttan, sem fékk skot úr eigin byssu í aðra höndina, þegar hann var að veiðum ofan við Reyðarfjörð í gær, gekkst undir langa aðgerð á Landsspítalanum í gærkvöldi. Hann féll á hálku og missti byssuna, en við það hljóp skot úr henni í hönd mannsins. Björgunarsveitarmenn komu honum til hjálpar og veittu honum fyrstu aðhlynningu, en síðan var hann fluttur til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, sem lenti um klukkan tíu í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×