Innlent

Aðgerðaráætlun um umferðamál kynnt í Hverfamiðstöð Vesturbæjar

Vesturbær Reykjavíkur heldur á samgöngublóminu þetta árið. Íbúasamtök hverfisins kynntu aðgerðaráætlun sína sem ætlað er að bæta samgöngur í borgarhlutanum. Áherslan er á breytt viðhorf, betri hegðun og vilja til að breyta. Með miklu samstarfi Borgarinnar og íbúa var samin aðgerðaáætlun sem kynnt var í dag.

Átakið er viðamikið og var kynnt í dag á fundi í Hverfamiðstöð Vesturbæjar við Aflagranda. Markmiðið er að virkja foreldrafélög í umferðarforvörnum og fá álit íbúanna á því sem betur mætti fara í samgöngu- og umferðarmálum borgarhlutans. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónusutmiðstöðvar Vesturbæjar sagði viðtökurnar hafa verið góðar og íbúar hafi haft marg til málanna að leggja. Hann sagði að átakið væri tvíhliða, annars vegar inná við þar sem íbúar reyna sjálfir að bæta umgengni og umferðarmenning og svo hins vegar næði aðgerðaráætlunin til borgarinnar. Í máli hans kom fram að áherslan væri fyrst og fremst á fræðslu þar sem einblínt væri á umgengni, ábyrgð og samvinnu. Og einnig að hlusta eftir vilja íbúanna.

Hann sagði einnig að reynt væri að beina því til foreldra að ganga frekar eða hjóla með börnunum í skóla í stað þess að aka þeim. Og að einnig væri átak í gangi þar sem reynt væri að halda þrjátíu kílómetra hármarkshraða í þeim hverfum þar sem hann væri í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×