Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid 18. nóvember 2005 17:00 Samuel Eto´o á ekki von á að fá blíðar móttökur í Madrid á morgun NordicPhotos/GettyImages Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Sjá meira
Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Sjá meira