Innlent

Hátíð í Grímsey

Grímseyingar halda ærlega hátíð í dag í tilefni fæðingardags Daniels Willards Fiske. Hátíðarhöldin eru árlegur viðburður en Fiske var bandarískur auðjöfur sem tók ástfóstri við eyjuna á öndverðri nítjándu öld og gaf eyjamönnum háa peningaupphæð. Það mætti kalla hátíðina þjóðhátíð Grímseyinga, en hún hefur verið haldin nær óslitið í um hundrað ár.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt, kveikt verður á kertum á Fiskepallinum, þjóðsöngur Grímseyinga verður sunginn og svo eru skólabörnin með skemmtiatriði. Messa verður haldin í kvöld og hátíðinni líkur svo með dansleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×