Baugsmálinu gerð skil erlendis 20. september 2005 00:01 Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira