Lífið

Töluvert frá heimsmetinu

Ekki tókst að setja heimsmet í sippi í Grafarvoginum í dag eins og stefnt hafði verið að á Grafarvogsdeginum. 660 manns tóku þátt í sippinu sem er Íslandsmet. Heimsmetið eiga 2.474 Kínverjar sem sippuðu saman í þrjá mínútur í Hong Kong fyrr á þessu ári og er það met skráð í heimsmetabók Guinnes. Stefnt er að því að bæta heimsmetið á Grafarvogsdeginum á næsta ári. Grafarvogsdagurinn var haldinn í dag í áttunda skipti. Hreyfing var þema dagsins í ár og bar fjölbreytt dagskrá þess merki. Gátu íbúar til dæmis fengið sér kaffi í heitapottinum í Grafarvogslauginni að loknum sundspretti. Þráinn Hafsteinsson, íþrótta- og tómstundaráðgjafi, sagði því miður hefði ekki tekist að slá fyrrnefnt met þar sem aðeins 660 manns tóku þátt í heimsmetstilrauninni. Eins og áður segir er það Íslandsmet en Þráinn þorði ekki að segja til um hvort Íslendingar væru sippmeistarar Norðurlandanna, en ljóst er að ekki tókst að slá Evrópumetið þar sem 1373 sippuðu í einu. Tilraunin var gerð á íþróttavöllunum í kringum Egilshöllina.  Nokkur fjöldi tók þátt í dagskránni í dag og um um klukkan þrjú voru á milli þrjú og fjögur þúsund manns við Borgaskóla. Þráinn á þó von á því að enn fleiri verði til að fylgjast með kvölddagskránni sem hefst klukkan átta. Þar munu meðal annars koma fram Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, Sign og hljómsveitin Jakobína rína sem vann síðustu múskíktilrauninir. Dagskránni lýkur svo með flugeldasýningu klukkan tíu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.