Nornaveiðarar á hælum Laxness? 26. maí 2005 00:01 Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í Berlingske Tidende í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Deilurnar um ævisögur Halldórs Laxness, einkum fyrsta bindið í röð Hannesar Hólmsteins, eru á leið fyrir dómstóla hér á landi og í dag fer danska blaðið Berlingske Tidende í langri grein yfir málið. Greinarhöfundur blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu að þó að Hannes sé sakaður um ritstuld snúist málið í raun um pólitík og jafnvel pólitíska rétthugsun. Var sósíalistinn og kommúnistinn Laxness ekki merkileg persóna, eins og Hannes heldur að mati greinarhöfundar fram, eða hefur Hannes einungis fest allar ljótar sögur um Nóbelsskáldið á blað og þar með haldið áfram herferð hægrimanna gegn skáldinu? Farið er yfir deilur fjölskyldu Laxness og Hannesar og sagt að þar takist á vinstrisinnuð menningarelíta og hægrimenn, ekki síst sjálfstæðismenn. Vinstrielítan vilji krossfesta Hannes en hægrimenn beri af honum blak. Haft er eftir Hannesi að herferðin á hendur honum sé ekki sérlega frumleg og ber hana saman við gagnrýnina sem danski umhverfisverndargagnýnandinn Björn Lomborg hefur sætt. Báðir fá að mati Hannesar bágt fyrir að sniðganga pólitíska rétthugsun um tiltekin málefni. Hann segir róttæka vinstrimenn saka þá sem eru á annarri skoðun um hreina glæpi og að þeir reyni að hrekja slíkt fólk út úr háskólanum. Og hann segir það með öllu óásættanlegt að vinstrisinnaður harðlínuhópur, sem fjölskylda Laxness tilheyri, reyni að banna öðrum að skrifa um skáldið. Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Eru nornaveiðarar á hælum Halldórs Laxness, sjö árum eftir andlát hans? er spurt í Berlingske Tidende í dag, eða er réttara að segja að nornaveiðarar séu á hælum ævisöguritara hans, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Deilurnar um ævisögur Halldórs Laxness, einkum fyrsta bindið í röð Hannesar Hólmsteins, eru á leið fyrir dómstóla hér á landi og í dag fer danska blaðið Berlingske Tidende í langri grein yfir málið. Greinarhöfundur blaðsins kemst að þeirri niðurstöðu að þó að Hannes sé sakaður um ritstuld snúist málið í raun um pólitík og jafnvel pólitíska rétthugsun. Var sósíalistinn og kommúnistinn Laxness ekki merkileg persóna, eins og Hannes heldur að mati greinarhöfundar fram, eða hefur Hannes einungis fest allar ljótar sögur um Nóbelsskáldið á blað og þar með haldið áfram herferð hægrimanna gegn skáldinu? Farið er yfir deilur fjölskyldu Laxness og Hannesar og sagt að þar takist á vinstrisinnuð menningarelíta og hægrimenn, ekki síst sjálfstæðismenn. Vinstrielítan vilji krossfesta Hannes en hægrimenn beri af honum blak. Haft er eftir Hannesi að herferðin á hendur honum sé ekki sérlega frumleg og ber hana saman við gagnrýnina sem danski umhverfisverndargagnýnandinn Björn Lomborg hefur sætt. Báðir fá að mati Hannesar bágt fyrir að sniðganga pólitíska rétthugsun um tiltekin málefni. Hann segir róttæka vinstrimenn saka þá sem eru á annarri skoðun um hreina glæpi og að þeir reyni að hrekja slíkt fólk út úr háskólanum. Og hann segir það með öllu óásættanlegt að vinstrisinnaður harðlínuhópur, sem fjölskylda Laxness tilheyri, reyni að banna öðrum að skrifa um skáldið.
Bókmenntir Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira