Menning

Máttur kvenna kemur sér vel

Nýlega luku 42 konur rekstrarnámi í Mætti kvenna við Viðskiptaháskólann á Bifröst og er það annar útskriftarhópurinn af slíku námskeiði. Námið er sett upp fyrir konur í atvinnurekstri á landsbyggðinni og styrkt af Byggðastofnun. Af fjöldanum sem sækir það má ráða að þörfin sé mikil og krafturinn eftir því. Að sögn Auðbjargar Agnesar Gunnarsdóttur, viðskiptafræðings sem heldur utanum símenntunarmálin á Bifröst er námskeiðið að miklu leyti byggt á fjarnámi. Í upphafi og lok námstímans hittast þó konurnar á Bifröst og hafa þar vinnuhelgar. Bókfærsla, tölvutækni, markaðs og sölumál, fjármál og vaxtaútreikningar ásamt áætlanagerð eru meðal námsgreina. "Áherslan er á aðgengilegt nám og hagnýtt," segir Agnes. "Konurnar eru margar í vinnu og með heimili og börn en þær geta farið inn á vefinn, hlustað á fyrirlestrana og unnið verkefnin þegar þeim hentar. Þetta hefur mælst vel fyrir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×