Erlent

Ráðherra gripinn vegna svikamáls

Fyrrverandi kjarnorkumálaráðherra Rússlands hefur verið handtekinn í Sviss að kröfu bandarískra stjórnvalda. Jevgení Adamov er gefið að sök að eiga aðild að svikamáli, en Bandaríkjamenn telja hann bera ábyrgð á hvarfi tíu milljóna dollara sem sendar voru til Rússlands til að borga fyrir aukið öryggiseftirlit við kjarnorkuver víða í Rússlandi. Adamov var á sínum tíma ákafur talsmaður þess að Rússar aðstoðuðu Írana við kjarnorkuáætlun þeirra en Bandaríkjamenn segja Írana vinna að þróun kjarnorkusprengju.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×