Erlent

Tíu létust í sprengingu í Sómalíu

Tíu manns létust þegar sprengja sprakk á knattspyrnuvelli í Sómalíu í gær. Forsætisráðherra landsins hélt ræðu á vellinum þegar sprengjan sprakk en hann slapp ómeiddur sem og allir embættismennirnir sem voru í fylgd með honum. Um það bil 60 manns slösuðust, flestir í troðningnum sem átti sér stað í kjölfar sprengingarinnar. Rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til þess að skoða tildrög atviksins, en Ali Mohammed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, segir atvikið hafa verið slys. Ríkisstjórn Gedis hefur verið í útlegð í Kenía undanfarið ár þar sem uppreisnarmenn hafa hótað hryðjuverkum og öryggismálum landsins hefur verið svo ábótavant að ekki hefur verið talið á það hættandi fyrir stjórnina að koma heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×