Venjulegt fólk vantar vinnu 25. apríl 2005 00:01 Atvinnuástand á Akureyri gæti verið betra. Umsóknum um sumarstörf hefur þó fækkað. "Það hefur verið jöfn þróun í atvinnumálum á Akureyri undanfarið," segir Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. "Það er ekki mikil uppsveifla heldur er línan meira flöt. Iðnaðarmenn ganga þó ekki um atvinnulausir, þeir sem verða útundan eru þeir sem ekki eru sérhæfðir." Valgeir bendir á að iðnfyrirtæki hafi horfið úr bænum og verksmiðjur verið lagðar niður. "Það hefur ekki beint komið eitthvað í staðinn," segir Valgeir. "Háskólanum fylgja vissulega mörg störf en það eru ákveðnir hópar sem verða alveg útundan." Aðspurður hvort fólk leiti fyrir sér annars staðar segir Valgeir ófaglærða oft ragari að fara. "Þeir sem hafa menntun reyna frekar fyrir sér annarstaðar, en hinir hlaupa í tímabundin störf sem losna og eru atvinnulausir þess á milli. Það vantar hér stóran vinnustað, venjuleg störf fyrir venjulegt fólk. Hér sem annars staðar gengur atvinnulífið mikið út á samræmingu, fyrirtæki sameinast og hagræða og segja upp fólki. Það er langt í frá allt svart en við myndum gjarnan þiggja fjölgun starfa í bænum," segir Valgeir. Umsóknir um sumarstörf á Akureyri eru nú 490, en búist er við að um það bil 270-290 störf verði í boði. Jónína Kristín Laxdal, launafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að umsóknum hafi fækkað um 20% frá því í fyrra. "Við höfum ekki skýringar á því og vitum ekki hvort atvinnuástand er betra í bænum en í fyrra. Það vekur líka athygli að umsóknir frá körlum eru helmingi færri en hjá konum. Meðal starfa sem eru í boði í sumar eru stöður við Búsetudeild, sem eru sambýlin á Akureyri, og dvalarheimilin." Að venju verður unglingum boðið upp á unglingavinnu á Akureyri, en ef margir eru atvinnulausir eftir að störfum hefur verið úthlutað er sett í gang átaksverkefni. "Við vitum ekki fyrr en líður á sumarið hvort við hrindum af stað átaksverkefni," segir Jónína og tekur undir með Valgeiri að þeir sem verst verði úti séu 17 ára unglingar, sem hafi litla sem enga reynslu, og hinir sem ekki hafi sérhæfingu. Atvinna Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Atvinnuástand á Akureyri gæti verið betra. Umsóknum um sumarstörf hefur þó fækkað. "Það hefur verið jöfn þróun í atvinnumálum á Akureyri undanfarið," segir Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. "Það er ekki mikil uppsveifla heldur er línan meira flöt. Iðnaðarmenn ganga þó ekki um atvinnulausir, þeir sem verða útundan eru þeir sem ekki eru sérhæfðir." Valgeir bendir á að iðnfyrirtæki hafi horfið úr bænum og verksmiðjur verið lagðar niður. "Það hefur ekki beint komið eitthvað í staðinn," segir Valgeir. "Háskólanum fylgja vissulega mörg störf en það eru ákveðnir hópar sem verða alveg útundan." Aðspurður hvort fólk leiti fyrir sér annars staðar segir Valgeir ófaglærða oft ragari að fara. "Þeir sem hafa menntun reyna frekar fyrir sér annarstaðar, en hinir hlaupa í tímabundin störf sem losna og eru atvinnulausir þess á milli. Það vantar hér stóran vinnustað, venjuleg störf fyrir venjulegt fólk. Hér sem annars staðar gengur atvinnulífið mikið út á samræmingu, fyrirtæki sameinast og hagræða og segja upp fólki. Það er langt í frá allt svart en við myndum gjarnan þiggja fjölgun starfa í bænum," segir Valgeir. Umsóknir um sumarstörf á Akureyri eru nú 490, en búist er við að um það bil 270-290 störf verði í boði. Jónína Kristín Laxdal, launafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að umsóknum hafi fækkað um 20% frá því í fyrra. "Við höfum ekki skýringar á því og vitum ekki hvort atvinnuástand er betra í bænum en í fyrra. Það vekur líka athygli að umsóknir frá körlum eru helmingi færri en hjá konum. Meðal starfa sem eru í boði í sumar eru stöður við Búsetudeild, sem eru sambýlin á Akureyri, og dvalarheimilin." Að venju verður unglingum boðið upp á unglingavinnu á Akureyri, en ef margir eru atvinnulausir eftir að störfum hefur verið úthlutað er sett í gang átaksverkefni. "Við vitum ekki fyrr en líður á sumarið hvort við hrindum af stað átaksverkefni," segir Jónína og tekur undir með Valgeiri að þeir sem verst verði úti séu 17 ára unglingar, sem hafi litla sem enga reynslu, og hinir sem ekki hafi sérhæfingu.
Atvinna Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira