Fjölbreytnin gefur starfinu gildi 19. apríl 2005 00:01 "Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!" Atvinna Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Maður telst vera allt í senn, framkvæmdastjóri, starfsmannastjóri og einhvers konar hugmyndafræðilegur forystusauður, þannig að verkefnin eru margþætt," segir Lárus þegar hann er beðinn að lýsa starfinu sínu. Hann hefur verið skólameistari í MH frá árinu 1998 og kveðst hafa kennt þar með hléum frá 1982. "Ég fór í framhaldsnám á tímabilinu og gerðist aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla 1996 en hélt þó áfram að kenna við Öldungadeildina í MH þannig að ég hef haldið tengslum við skólann ansi lengi," segir hann. Stöku sinnum segist Lárus hafa sinnt forfallakennslu í stærðfræði eftir að hann tók við skólameistaraembættinu og nú síðustu misserin verið með stúdentsefnin í litlu lífsleikninámskeiði. Hann vilji gjarnan vera í snertingu við krakkana og fylgjast með því sem þeir séu að gera en verði þó vissulega að finna meðalhóf í því. Hann er nýkominn úr þriggja daga ferðalagi með kórnum um Vesturland. "Kórinn er samofinn ímynd skólans og ég fer með honum í flestar ferðir enda er ég stoltur af að vera með þeim hópi," segir hann brosandi. En hvað telur hann ánægjulegast við starfið? "Ef ég á að nefna eitthvað eitt er það líklega sú athöfn að útskrifa stúdentana. Það er alltaf hátíðleg stund að sjá ungmennin stíga bjartsýn og glöð út í lífið og maður leikur sér að því að gera sér mynd af þeim í framtíðinni. Svo finnst mér líka gaman að fylgjast með störfum kennaranna. Almennt er það fjölbreytnin sem gefur starfinu mínu gildi og öll þessi mannlegu samskipti." Hann hlær þegar hann er í lokin spurður hvort hann sjái sig fyrir sér gamlan í þessu starfi - og svarar. "Ég hugsa nú ekkert óskaplega langt fram í tímann!"
Atvinna Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira