Á níræðisaldri um heimsins höf 15. apríl 2005 00:01 Bandarísk hjón á níræðisaldri láta ekkert stoppa sig þegar þau sigla um heimsins höf á snekkjunni sinni. Þau eru nú stödd hér á landi og halda á næstu dögum í fimm þúsund sjómílna ferðalag. Snekkjan sem hjónin Len og Anne Tower sigla á er metin á um 120 milljónir og um borð eru öll nútímaþægindi: tvö hjónarúm, sturta og tvö klósett. Len og Anne hafa siglt víða á skútunni sinni og þau eru með tvo menn í áhöfn. Ferðalagið hófst í Flórída á síðasta ári þar sem þau búa en þau sigldu upp með austurströnd Bandaríkjanna og fyrir suðurodda Grænlands. Anne lenti í slysi í miklum sjó en þau láta það ekki stoppa sig. Len segir að það hafi tekið einn og hálfan sólarhring að sigla fyrsta áfangann vegna veðursins, en snekkjan gangi tíu sjómílur á klukkustund. Fyrsta hálfa sólarhringinn hafi sjórinn verið sléttur en svo hafi þau lent í stórsjó með allt að tíu metra háum öldum, en þau hafi þó haldið áfram. Í óveðrinu hafi Anne rekið sig harkalega í dyrakarm og brotið sjö rif og því hafi hún farið á Landspítalann þegar hingað var komið. Aðspurð hvort hún hafi jafnað sig segir Anne að það hafi hún gert. Læknirinn hafi reyndar ráðlagt henni að slaka á í fjóra daga en það hafi hún ekki viljað því þau hafi þurft að halda áleiðis heim. Þau fari eftir tvo daga. Spurð hvort þeim líki vel á sjónum játa þau því en segja þó að sjólagið í óveðrinu hafi verið óskemmtilegt. Þau hafi stundað sjóinn í 50 ár og síðasta ferð þeirra hafi verið 5840 sjómílur. Þegar Len var á miðjum aldri missti hann allan sinn lífeyri þegar fyrirtæki sem hann vann hjá fór á hausinn. Hann og kona hans stofnuðu þá blómabúð í New York og í dag eru fyrirtæki í þeirra eigu í margs konar rekstri. Þau hjónin segjast njóta efri áranna vel á sjónum. Þau segjast góðir vinir sem verði nánari á sjónum. Þau hafi verið gift í 59 ár og séu mjög hamingjusöm en kolklikkuð. Frá Íslandi er ferð þeirra Lens og Anne heitið til Mallorca með ýmsum krókaleiðum til fjölmargra landa. Þaðan verður snekkjan flutt í skipi til Flórída þar sem þau áætla að verða í byrjun nóvember. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Bandarísk hjón á níræðisaldri láta ekkert stoppa sig þegar þau sigla um heimsins höf á snekkjunni sinni. Þau eru nú stödd hér á landi og halda á næstu dögum í fimm þúsund sjómílna ferðalag. Snekkjan sem hjónin Len og Anne Tower sigla á er metin á um 120 milljónir og um borð eru öll nútímaþægindi: tvö hjónarúm, sturta og tvö klósett. Len og Anne hafa siglt víða á skútunni sinni og þau eru með tvo menn í áhöfn. Ferðalagið hófst í Flórída á síðasta ári þar sem þau búa en þau sigldu upp með austurströnd Bandaríkjanna og fyrir suðurodda Grænlands. Anne lenti í slysi í miklum sjó en þau láta það ekki stoppa sig. Len segir að það hafi tekið einn og hálfan sólarhring að sigla fyrsta áfangann vegna veðursins, en snekkjan gangi tíu sjómílur á klukkustund. Fyrsta hálfa sólarhringinn hafi sjórinn verið sléttur en svo hafi þau lent í stórsjó með allt að tíu metra háum öldum, en þau hafi þó haldið áfram. Í óveðrinu hafi Anne rekið sig harkalega í dyrakarm og brotið sjö rif og því hafi hún farið á Landspítalann þegar hingað var komið. Aðspurð hvort hún hafi jafnað sig segir Anne að það hafi hún gert. Læknirinn hafi reyndar ráðlagt henni að slaka á í fjóra daga en það hafi hún ekki viljað því þau hafi þurft að halda áleiðis heim. Þau fari eftir tvo daga. Spurð hvort þeim líki vel á sjónum játa þau því en segja þó að sjólagið í óveðrinu hafi verið óskemmtilegt. Þau hafi stundað sjóinn í 50 ár og síðasta ferð þeirra hafi verið 5840 sjómílur. Þegar Len var á miðjum aldri missti hann allan sinn lífeyri þegar fyrirtæki sem hann vann hjá fór á hausinn. Hann og kona hans stofnuðu þá blómabúð í New York og í dag eru fyrirtæki í þeirra eigu í margs konar rekstri. Þau hjónin segjast njóta efri áranna vel á sjónum. Þau segjast góðir vinir sem verði nánari á sjónum. Þau hafi verið gift í 59 ár og séu mjög hamingjusöm en kolklikkuð. Frá Íslandi er ferð þeirra Lens og Anne heitið til Mallorca með ýmsum krókaleiðum til fjölmargra landa. Þaðan verður snekkjan flutt í skipi til Flórída þar sem þau áætla að verða í byrjun nóvember.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira