Menning

Konum enn mismunað

Mismunun kvenna á vinnustöðum í Bretlandi er enn við lýði eins og kemur fram í skýrslu ríkisstjórnar Bretlands sem skýrt er frá á fréttasíðu BBC. Margar konur standa frammi fyrir fjöldanum öllum af hindrunum á leiðinni á toppinn. Konur í fullu starfi þéna að meðaltali átján prósentum minna en karlmenn á sama tíma og konur í hlutastarfi þéna fjörutíu prósent meira en hitt kynið. Í kjölfar skýrslunnar mun ríkisstjórnin endurskoða hvort sérstök lög þurfi og láta fara fram launakönnun til þess að kanna hvernig megi bæta stöðu kvenna. Flestar konur vinna láglaunastörf eins og ræstingar, við veisluþjónustu, umönnunarstörf og gjaldkerastörf. Aðeins 32 prósent forstjóra og yfirmanna í Bretlandi eru konur. Gerð skýrslunnar hófst í september á síðasta ári og munu lokaniðurstöður fást í haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×