Hlynur bjargaði Val 6. apríl 2005 00:01 Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2. Íslenski handboltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Fyrrum markvörður HK, Hlynur Jóhannesson, reyndist sínum gömlu félögum óþægur ljár í þúfu er Valsmenn sigruðu fyrstu viðureign félaganna, 26-25, í átta liða úrslitum DHL-deildar karla. Hlynur steig af tréverkinu um miðjan síðari hálfleik, skellti í lás og sá til þess að hans gömlu félagar fóru tómhentir í Kópavoginn. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og mikil stemning í húsinu allt til enda. HK byrjaði leikinn betur en Valsmenn voru fljótir að taka völdin en þeir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi, 15-11. HK mætti gríðarlega vel stemmt til síðari hálfleiksins og byrjaði að saxa niður forskot Valsmanna. Vinna þeirra bar árangur á 43 mínútu er þeir jöfnuðu leikinn, 19-19.Valsmenn létu það ekki slá sig út af laginu og héldu ávallt frumkvæðinu í leiknum þó aldrei hafi þeir leitt með meira en tveggja marka mun. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en HK fékk tvö tækifæri til þess að jafna undir lokin en Hlynur sá við þeim í bæði skiptin með góðri markvörslu og Valsmenn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok. Hlynur var stjarna þeirra en Vilhjálmur Halldórsson átti einnig góðan leik, skoraði lagleg mörk og var traustur þótt hann hafi augljóslega verið þjáður í baki. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, var aftur á móti besti maður vallarins en hann varði 25 skot og þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann gerði sér þar að auki lítið fyrir og varði þrjú víti frá hinni gríðaröruggu vítaskyttu Baldvini Þorsteinssyni. Strazdas var allt í öllu í sóknarleiknum og hefði mátt fá meiri hjálp frá félögum sínum. - HBGMörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 7/2 (12/2), Baldvin Þorsteinsson 5/1 (10/4), Hjalti Pálmason 4 (10), Brendan Þorvaldsson 3 (4), Sigurður Eggertsson 2 (6), Heimir Örn Árnason 2 (7), Kristján Karlsson 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 1 (1). Fiskuð víti: 6 ( Sigurður 2, Brendan 2, Baldvin, Kristján). Hraðaupphlaup: 3 (Baldvin 2, Vilhjálmur). Varin skot: Hlynur Jóhannesson 11 , Pálmar Pétursson 10. Mörk HK (skot): Augustas Strazdas 6 (9), Tomas Eitutis 6 (13), Valdimar Þórsson 4/1 (8/1), Karl Grönvold 3 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (5), Elías Már Halldórsson 2 (7), Haukur Sigurvinsson 1/1 (3/2). Fiskuð víti: 3 (Strazdas 2, Valdimar). Hraðaupphlaup: 3 (Strazdas 2, Elías). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 25/3, Hörður Flóki Ólafsson 2.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira