Dreymdi mig símtalið við Viggó? 18. mars 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Þegar Viggó Sigurðsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Pólverjum um páskana brá einum handboltamanni mikið. Sá er seinheppinn með eindæmum og heitir Vilhjálmur Ingi Halldórsson, leikmaður Vals. Hann hafði talað við Viggó í upphafi vikunnar þar sem landsliðsþjálfarinn tjáði honum að hann væri í landsliðinu. Þegar Vilhjálmur las fréttir af fundinum brá honum verulega í brún því allir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði misst sæti sitt í liðinu. Skal svo sem engan undra því nafn hans var ekki á lista yfir leikmenn og því gátu fréttamenn ekki vitað betur. "Mér krossbrá þegar ég las í blöðunum að ég væri ekki í landsliðinu og hugsaði bara hvað er að gerast? Ég vissi ekki alveg hvort mig hefði verið að dreyma símtalið við Viggó eða ekki en svo mundi ég að það var hringt úr númerinu hans þannig að það gat ekki annað verið en þetta hefði verið hann," sagði Vilhjálmur en HSÍ leiðrétti þessi leiðu mistök ekki fyrr en rúmum sólarhring eftir blaðamannafundinn. Vilhjálmur reyndi strax á miðvikudagskvöldið að ná í Viggó til þess að fá svör við því hvað væri í gangi. Það gekk frekar illa og náði Vilhjálmur ekki í Viggó fyrr en á fimmtudagsmorgun. "Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt símtal en ég spurði bara hvað ég hefði eiginlega gerst en þá sagði Viggó mér að það hefðu bara orðið mistök. Mér var mikið létt við þær fréttir," sagði Vilhjálmur, sem verður vonandi skráður á skýrslu í einhverjum leikjum gegn Pólverjum um páskana. Íslenski handboltinn Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sjá meira
Þegar Viggó Sigurðsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Pólverjum um páskana brá einum handboltamanni mikið. Sá er seinheppinn með eindæmum og heitir Vilhjálmur Ingi Halldórsson, leikmaður Vals. Hann hafði talað við Viggó í upphafi vikunnar þar sem landsliðsþjálfarinn tjáði honum að hann væri í landsliðinu. Þegar Vilhjálmur las fréttir af fundinum brá honum verulega í brún því allir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði misst sæti sitt í liðinu. Skal svo sem engan undra því nafn hans var ekki á lista yfir leikmenn og því gátu fréttamenn ekki vitað betur. "Mér krossbrá þegar ég las í blöðunum að ég væri ekki í landsliðinu og hugsaði bara hvað er að gerast? Ég vissi ekki alveg hvort mig hefði verið að dreyma símtalið við Viggó eða ekki en svo mundi ég að það var hringt úr númerinu hans þannig að það gat ekki annað verið en þetta hefði verið hann," sagði Vilhjálmur en HSÍ leiðrétti þessi leiðu mistök ekki fyrr en rúmum sólarhring eftir blaðamannafundinn. Vilhjálmur reyndi strax á miðvikudagskvöldið að ná í Viggó til þess að fá svör við því hvað væri í gangi. Það gekk frekar illa og náði Vilhjálmur ekki í Viggó fyrr en á fimmtudagsmorgun. "Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt símtal en ég spurði bara hvað ég hefði eiginlega gerst en þá sagði Viggó mér að það hefðu bara orðið mistök. Mér var mikið létt við þær fréttir," sagði Vilhjálmur, sem verður vonandi skráður á skýrslu í einhverjum leikjum gegn Pólverjum um páskana.
Íslenski handboltinn Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sjá meira