Húrra fyrir löggunni! 11. mars 2005 00:01 Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni! Bílar Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni!
Bílar Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira