Þrefaldur verðmunur á mjólk 3. mars 2005 00:01 Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum. Innlent Neytendur Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Verðstríðið er í algleymingi á matvörumarkaði. Það sést greinilega á verðkönnun sem Fréttablaðið gerði í gær í tíu stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir eru þó virkari í stríðinu en aðrir. Bónus er í öllum tilvikum með lægsta verðið en Krónan fylgir fast á hæla þeim og er með næstlægsta verðið í öllum tilvikum nema tveimur. Aðrir sem blanda sér í baráttuna um lægsta verðið eru verslanirnar Nettó og Fjarðarkaup. Nettó er í tveimur tilvikum með næstlægsta verðið. Í öllum þessum fjórum verslunum er að finna verð sem augljóslega er undir innkaupsverði. Verðmunur á einstökum vörutegundum er mikill, til dæmis er verð á rauðum eplum 364 prósentum hærra í 11/11 en í Bónus. Rétt er að taka fram að bæði í Bónus og Nettó var tilboð á Jonagold eplum. Kílóið kostaði 7 krónur í Nettó og 8 krónur í Krónunni. Mesti verðmunur á mjólk er 181 prósent og er hún einnig dýrust í 11/11. Egils Kristall er 72 prósentum dýrari í 10/11 og 11/11 en í Bónus. Minnstur er munurinn á verði á súrmjólk sem er 35 prósentum dýrari í 11/11 en í Bónus og verð á Rúbín kaffi er 35 prósentum hærra í 11/11 og Nóatúni en í Bónus. Framkvæmd könnunarinnar var með þeim hætti að blaðamenn fóru í allar verslanirnar tíu á sama tíma. Farið var með vörurnar á kassa þar sem verðið var skannað inn. Þá gaf blaðamaður sig fram. Í flestum tilvikum fékk hann að skila vörunum en halda strimlinum, á tveimur stöðum var blaðamönnum gert að greiða fyrir vörurnar. Á listanum sem keypt var eftir var 21 vörutegund en tólf standa eftir. Ástæðan fyrir því eru misstórar og þar af leiðandi ósambærilegar pakkningar, til dæmis á kornflögum og þvottaefni, ófullnægjandi upplýsingar um magn á strimli, til dæmis á osti. Einnig var verðlagning á mismunandi forsendum, stykkjaverð/kílóaverð, til dæmis á agúrkum. Rétt er að taka fram að verðkönnun sem þessi mælir eingöngu verð vöru en ekki þá þjónustu sem veitt er í verslununum.
Innlent Neytendur Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira