Hundar í leikskóla 24. febrúar 2005 00:01 Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann. Tilveran Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann.
Tilveran Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“