Drekkum jafnmikið gos og mjólk 21. febrúar 2005 00:01 Fyrir 40 árum drukku Íslendingar 15 sinnum meira af mjólk en gosdrykkjum. Nú drekka þeir jafnmikið gos og mjólk. Við borðum orðið meira af kjöti og grænmeti en minna af fiski og smjöri. Í nýútkomnum Hagtölum landbúnaðarins má glögglega sjá hvernig neyslumynstur landans á hinum ýmsu matvörum hefur breyst frá árinum 1960. Ef við byrjum á hinu smáa má sjá að við borðum minna smjör núna en fyrir 45 árum. Þá borðaði hver landsmaður 7,7 kíló en það hefur dregist saman um 40 prósent og í dag borðum við bara níu smjörstykki á ári, eða 4,5 kíló. Við höfum aukið eggjaneyslu um þriðjung, borðum nú 6,5 kíló en borðuðum áður tæplega 5. Og samanburður við aðrar Norðurlandaþjóðir er einngi athyglisverður. Við borðum minna af grænmeti en aðrir Norðurlandabúar, en við vissum það kannski fyrir. Við borðum líka minna nautakjöt og svínakjöt en aðrar þjóðir en miklu meira af lambakjöti. Og Íslendingar drekka miklu meiri nýmjólk en aðrar Norðurlandaþjóðir, sem láta hana nánast alveg vera og einbeita sér að fituminni mjólk; léttmjólkinni. Við höfum aukið kjötneysluna á þessum 40 árum úr 67 kílóum í 80 en dregið úr neyslu fisks úr 60 kílóum í 46. Og við höfum stórdregið úr kartöfluáti. Hver Íslendingur borðaði 66 kíló af kartöflum árið 1960 en lætur sér duga 36 kíló á ári núna. Og þá er komið að hugsanlega byltingarkenndustu neyslubreytingum Íslendinga síðustu 40 ára. Árið 1960 drakk hver Íslendingur að meðaltali 306 lítra af mjólk á ári og ekki nema 20 lítra af gosi. Nú í byrjun 21. aldarinnar drekkum við árlega 174 lítra af mjólk og u.þ.b. sama af gosi. Innlent Neytendur Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fyrir 40 árum drukku Íslendingar 15 sinnum meira af mjólk en gosdrykkjum. Nú drekka þeir jafnmikið gos og mjólk. Við borðum orðið meira af kjöti og grænmeti en minna af fiski og smjöri. Í nýútkomnum Hagtölum landbúnaðarins má glögglega sjá hvernig neyslumynstur landans á hinum ýmsu matvörum hefur breyst frá árinum 1960. Ef við byrjum á hinu smáa má sjá að við borðum minna smjör núna en fyrir 45 árum. Þá borðaði hver landsmaður 7,7 kíló en það hefur dregist saman um 40 prósent og í dag borðum við bara níu smjörstykki á ári, eða 4,5 kíló. Við höfum aukið eggjaneyslu um þriðjung, borðum nú 6,5 kíló en borðuðum áður tæplega 5. Og samanburður við aðrar Norðurlandaþjóðir er einngi athyglisverður. Við borðum minna af grænmeti en aðrir Norðurlandabúar, en við vissum það kannski fyrir. Við borðum líka minna nautakjöt og svínakjöt en aðrar þjóðir en miklu meira af lambakjöti. Og Íslendingar drekka miklu meiri nýmjólk en aðrar Norðurlandaþjóðir, sem láta hana nánast alveg vera og einbeita sér að fituminni mjólk; léttmjólkinni. Við höfum aukið kjötneysluna á þessum 40 árum úr 67 kílóum í 80 en dregið úr neyslu fisks úr 60 kílóum í 46. Og við höfum stórdregið úr kartöfluáti. Hver Íslendingur borðaði 66 kíló af kartöflum árið 1960 en lætur sér duga 36 kíló á ári núna. Og þá er komið að hugsanlega byltingarkenndustu neyslubreytingum Íslendinga síðustu 40 ára. Árið 1960 drakk hver Íslendingur að meðaltali 306 lítra af mjólk á ári og ekki nema 20 lítra af gosi. Nú í byrjun 21. aldarinnar drekkum við árlega 174 lítra af mjólk og u.þ.b. sama af gosi.
Innlent Neytendur Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira