Innlent

16 milljónir í bætur vegna slyss

Hæstiréttur hefur dæmt Útgerðarfélag Akureyringa til að greiða fyrrum háseta á Hólmadrangi sextán milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem varð um borð í skipinu haustið 1999. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Tildrög slyssins voru þau að tveir grjóthnullungar bárust upp á dekk þegar trollið var tekið inn. Maðurinn var ásamt öðrum að reyna að koma stórgrýtinu útbyrðis þegar skipið lagðist skyndilega á stjórnborða. Grjótið valt á hann með þeim afleiðingum að hann hlaut opið beinbrot. Dómurinn telur að verkstjórn um borð hafi verið ómarkviss. Þá hafi stýrimaður vegna ástands kallkerfis ekki getað varað hásetann við yfirvofandi hættu Maðurinn fór upphaflega fram á 27 milljóna bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×