Menning

Margra daga bolluhátíð

Bolludagurinn er á morgun, en bolluát er ekki bundið við þann eina dag, heldur er þetta orðið margra daga hátíð. Það var mikil örtröð var í Bakrameistaranum í Suðurveri í dag og flestir ef ekki allir að kaupa bollur. En þrátt fyrir að bolludagurinn sjálfur sé ekki fyrr en á morgun hefur mikið verið að gera í bolluframleiðslunni að undanförnu. Óttar Sveinsson bakarameistari segir að framleiðsla í Bakarameistaranum hefjist rúmri viku fyrir bolludag og að viðskiptavinum sé komið á bragðið einni helgi fyrir bolludag. Á fimmtudeginum hefjist sala af fullum krafti og hámarkinu sé náð á sjálfan bolludaginn.Aðspurður hvort þjóðin sé alltaf jafnsólgin í hnossgætið segir Óttar að salan hafi aukist ár frá ári og viðtökurnar séu mjög góðar. Áður fyrr voru þetta bara bollur með súkkulaði eða flórsykri en nú eru tegundirnar orðnar fjölmargar og sumar hverjar hreinasta listaverk. Allt er unnið í höndunum og að sögn Óttars þarf að tvöfalda mannskapinn þessa viku og er lítil hvíld enda er mikið framleitt. Bakarameistarinn framleiði 40 þúsund bollur en stígandi hafi verið í bollusölu undanfarin ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×