Áföll 15. mars 2005 00:01 Flest höfum við orðið fyrir lífsreynslu sem kom okkur úr jafnvægi. Í þessu hollráði ætla ég að leyfa mér að fjalla um slíka lífsreynslu sem áföll þó þau séu kannski smávægileg miðað við önnur og meiri áföll. Viðbrögð okkar við áföllum skiptast venjulega í fimm þætti: 1. Afneitun 2. Reiði 3. Að kenna einhverju/einhverjum um 4. Þunglyndi 5. Útgönguleið Dæmi: Við stígum á vigt og sjáum að við höfum þyngst um 5 kíló! 1. Vigtin hlýtur að vera biluð! 2. Af hverju í ósköpunum er verið að setja upp bilaða vigt hér? 3. Nú verð ég í vondu skapi í allan dag vegna þess að "þeir" settu þessa vigt hér! 4. Getur virkilega verið að ég hafi þyngst svona mikið? 5. Þú drífur þig í líkamsrækt. Ávinningur líkamsræktar Vitað er að líkamsrækt hefur margs konar jákvæð áhrif á okkur. En hvers konar líkamsrækt hefur líka aðrar og meiri "aukaverkanir" í formi þess að okkur líður betur ef við hreyfum okkur reglulega. Það leiðir aftur til þess að við förum að gera meiri kröfur til okkar sem og annarra. Þetta gerist vegna þess að líkamsrækt styrkir okkur ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Hvernig getur líkamsrækt styrkt okkur andlega? Rannsóknir hafa sýnt fram á að við eigum allt að 70% auðveldara með að taka ákvarðanir þegar við stundum líkamsrækt reglulega og markvisst. Þetta gildir að sjálfsögðu jafnt um hversdagslegar og mikilvægari ákvarðanir. Líkamsrækt og þunglyndi Rannsóknir hafa einnig sýnt að líkamsrækt getur komið betur út en lyfjameðferð við ýmsum tegundum þunglyndis. Boðskapurinn er því Stundaðu líkamsrækt því þú stendur eftir sterkari á líkama og sál! Það skiptir nefnilega ekki mestu máli hvað kemur fyrir okkur í lífinu heldur hvernig við bregðumst við því. Þetta og fleiri hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar, www.heilsuradgjof.is Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Flest höfum við orðið fyrir lífsreynslu sem kom okkur úr jafnvægi. Í þessu hollráði ætla ég að leyfa mér að fjalla um slíka lífsreynslu sem áföll þó þau séu kannski smávægileg miðað við önnur og meiri áföll. Viðbrögð okkar við áföllum skiptast venjulega í fimm þætti: 1. Afneitun 2. Reiði 3. Að kenna einhverju/einhverjum um 4. Þunglyndi 5. Útgönguleið Dæmi: Við stígum á vigt og sjáum að við höfum þyngst um 5 kíló! 1. Vigtin hlýtur að vera biluð! 2. Af hverju í ósköpunum er verið að setja upp bilaða vigt hér? 3. Nú verð ég í vondu skapi í allan dag vegna þess að "þeir" settu þessa vigt hér! 4. Getur virkilega verið að ég hafi þyngst svona mikið? 5. Þú drífur þig í líkamsrækt. Ávinningur líkamsræktar Vitað er að líkamsrækt hefur margs konar jákvæð áhrif á okkur. En hvers konar líkamsrækt hefur líka aðrar og meiri "aukaverkanir" í formi þess að okkur líður betur ef við hreyfum okkur reglulega. Það leiðir aftur til þess að við förum að gera meiri kröfur til okkar sem og annarra. Þetta gerist vegna þess að líkamsrækt styrkir okkur ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Hvernig getur líkamsrækt styrkt okkur andlega? Rannsóknir hafa sýnt fram á að við eigum allt að 70% auðveldara með að taka ákvarðanir þegar við stundum líkamsrækt reglulega og markvisst. Þetta gildir að sjálfsögðu jafnt um hversdagslegar og mikilvægari ákvarðanir. Líkamsrækt og þunglyndi Rannsóknir hafa einnig sýnt að líkamsrækt getur komið betur út en lyfjameðferð við ýmsum tegundum þunglyndis. Boðskapurinn er því Stundaðu líkamsrækt því þú stendur eftir sterkari á líkama og sál! Það skiptir nefnilega ekki mestu máli hvað kemur fyrir okkur í lífinu heldur hvernig við bregðumst við því. Þetta og fleiri hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar, www.heilsuradgjof.is
Heilsa Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira