Íþrótt sem gefur mér mikið 15. mars 2005 00:01 "Ég hef mjög gaman af dansi og þá sérstaklega jazzballett. Ég var aðeins byrjuð að æfa jazzfunk hjá Yesmin í Kramhúsinu fyrir áramót. Það er virkilega skemmtilegt og gefandi. Planið er að fara á næsta námskeið hjá henni. Mér finnst mikilvægt að stunda íþrótt sem gefur mikið af sér í stað þess að hugsa um hvort brennslan sé nægileg. Það er þessi góða útrás sem skiptir öllu máli og að ég fíli íþróttina sem ég stunda, en þá öðlast ég kraft og innri ró," segir Halldóra en hún lætur dansinn ekki nægja. "Ég stunda einnig líkamsrækt og er að byrja í henni eftir langa pásu. Ég brenni á stigvélinni og geng á bretti með halla upp í móti og lyfti síðan á kvöldin. En mikilvægt er samt að halda í fjölbreytni hvað hreyfingu varðar og vera virkur í útivist. Ég er nú samt ekki í neinu rosalegu átaki heldur brenni þegar mér hentar og finnst voða gott að lyfta á kvöldin eftir langan dag." "Ég borða hollan og góðan mat, mikið af ávöxtum og grænmeti og drekk mikið af vatni, en það er mjög mikilvægt fyrir bæði heilsu og líðan að fá nóg af náttúrulegum vítamínum. Um helgar læt ég eftir mér og fæ mér sætindi og alls konar góðgæti, elda einhvern góðan rétt með karlinum mínum og fæ mér dýrindis eftirrétt. Stjana aðeins við mig. Virka daga hef ég nóg fyrir stafni og langar svo sem ekkert oft í sælgæti eða eitthvað óhollt þó löngunin læðist oft upp að manni. Þá er bara allt í lagi að leyfa sér stundum. Málið er að finna hinn gullna meðalveg," segir Halldóra Rut Bjarnadóttir. Heilsa Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég hef mjög gaman af dansi og þá sérstaklega jazzballett. Ég var aðeins byrjuð að æfa jazzfunk hjá Yesmin í Kramhúsinu fyrir áramót. Það er virkilega skemmtilegt og gefandi. Planið er að fara á næsta námskeið hjá henni. Mér finnst mikilvægt að stunda íþrótt sem gefur mikið af sér í stað þess að hugsa um hvort brennslan sé nægileg. Það er þessi góða útrás sem skiptir öllu máli og að ég fíli íþróttina sem ég stunda, en þá öðlast ég kraft og innri ró," segir Halldóra en hún lætur dansinn ekki nægja. "Ég stunda einnig líkamsrækt og er að byrja í henni eftir langa pásu. Ég brenni á stigvélinni og geng á bretti með halla upp í móti og lyfti síðan á kvöldin. En mikilvægt er samt að halda í fjölbreytni hvað hreyfingu varðar og vera virkur í útivist. Ég er nú samt ekki í neinu rosalegu átaki heldur brenni þegar mér hentar og finnst voða gott að lyfta á kvöldin eftir langan dag." "Ég borða hollan og góðan mat, mikið af ávöxtum og grænmeti og drekk mikið af vatni, en það er mjög mikilvægt fyrir bæði heilsu og líðan að fá nóg af náttúrulegum vítamínum. Um helgar læt ég eftir mér og fæ mér sætindi og alls konar góðgæti, elda einhvern góðan rétt með karlinum mínum og fæ mér dýrindis eftirrétt. Stjana aðeins við mig. Virka daga hef ég nóg fyrir stafni og langar svo sem ekkert oft í sælgæti eða eitthvað óhollt þó löngunin læðist oft upp að manni. Þá er bara allt í lagi að leyfa sér stundum. Málið er að finna hinn gullna meðalveg," segir Halldóra Rut Bjarnadóttir.
Heilsa Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira