Góð hvíld er lífsnauðsynleg 15. mars 2005 00:01 "Þeir tóku þessu fegins hendi. Svo má kannski segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þessum mikla karlaheimi," segir Lovísa, augljóslega ánægð með sjómennina sína. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Lovísa ekki hafa komið á óvart því sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar á svefnvenjum vaktavinnuvinnufólks í Svíþjóð. "Vinna sjómanna er skilgreind sem hörð vaktavinna, þar sem tveir hópar skipta milli sín fjórum vöktum. Annars vegar er unnin nætur- og síðdegisvakt og hins vegar morgun- og kvöldvakt." Lovísa segir það taka líkamann um fimm daga að endurstilla klukkuna sína eftir vakt. "Sjómenn eru hins vegar oft að vinna á annarri vaktinni einn túrinn, hoppa í land í tvo til þrjá daga og fara út aftur og vinna þá á hinni." Þetta segir Lovísa valda því að líkamsklukkan verði hreinlega skökk og líkaminn fari að vinna gegn sjálfum sér. Þetta geri ennfremur að verkum að hormónastarfsemin brenglast, blóðþrýstingurinn hækkar, blóðsykur eykst og starfsemi annarra líffæra örvast ásamt því að mótstöðuafl líkamans minnkar. "Skortur á góðri hvíld getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar manna og fyrir vaktavinnufólk eins og sjómenn er nauðsynlegt fyrir þá að fá góða hvíld." Meðal annarra atriða sem rannsóknin sýndi fram á var að fjöldi svefngloppa hafi komið fram á þeim tímum þegar líkamsstarfsemin hafi átt að vera hvað minnst og því hætta á slysum mikil. "Til þess að skynja svefn þarftu að vera sofandi í þrjár til fjórar mínútur. Svefngloppur eru augnablik þar sem menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru sofandi. Menn eru þá ekki meðvitaðir um þær hættur sem eru í kringum þá." Ennfremur segir Lovísa að hún hafi látið mæla hávaða í svefnrými sjómanna, hann hafi mælst í kringum 85 desibil en æskilegt er að hann fari ekki mikið yfir 50 desibil í svefnrýmum starfsmanna. "Hávaði er einn af áhrifaþáttum svefns. Það er algengt að menn telji sig venjast honum en það er ekki rétt, menn tapa bara heyrn." Lovísa segir ennfremur að heilsufar sjómanna hafi verið talsvert lakara en gengur og gerist hjá meðalmanninum. "Þeir eru með hæstu tíðni reykinga meðal starfstétta og drekka mikið kaffi. Þetta hefur allt mikil áhrif á svefnvenjur þeirra og gerir það að verkum að þeir hvílast ekki nægilega vel," segir Lovísa, sem bætir þó við að með einföldum forvörnum, reglulegu heilsufarseftirliti og auknu þoli megi koma í veg fyrir að heilbrigði sjómanna sé stefnt í voða. Heilsa Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
"Þeir tóku þessu fegins hendi. Svo má kannski segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þessum mikla karlaheimi," segir Lovísa, augljóslega ánægð með sjómennina sína. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Lovísa ekki hafa komið á óvart því sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar á svefnvenjum vaktavinnuvinnufólks í Svíþjóð. "Vinna sjómanna er skilgreind sem hörð vaktavinna, þar sem tveir hópar skipta milli sín fjórum vöktum. Annars vegar er unnin nætur- og síðdegisvakt og hins vegar morgun- og kvöldvakt." Lovísa segir það taka líkamann um fimm daga að endurstilla klukkuna sína eftir vakt. "Sjómenn eru hins vegar oft að vinna á annarri vaktinni einn túrinn, hoppa í land í tvo til þrjá daga og fara út aftur og vinna þá á hinni." Þetta segir Lovísa valda því að líkamsklukkan verði hreinlega skökk og líkaminn fari að vinna gegn sjálfum sér. Þetta geri ennfremur að verkum að hormónastarfsemin brenglast, blóðþrýstingurinn hækkar, blóðsykur eykst og starfsemi annarra líffæra örvast ásamt því að mótstöðuafl líkamans minnkar. "Skortur á góðri hvíld getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar manna og fyrir vaktavinnufólk eins og sjómenn er nauðsynlegt fyrir þá að fá góða hvíld." Meðal annarra atriða sem rannsóknin sýndi fram á var að fjöldi svefngloppa hafi komið fram á þeim tímum þegar líkamsstarfsemin hafi átt að vera hvað minnst og því hætta á slysum mikil. "Til þess að skynja svefn þarftu að vera sofandi í þrjár til fjórar mínútur. Svefngloppur eru augnablik þar sem menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru sofandi. Menn eru þá ekki meðvitaðir um þær hættur sem eru í kringum þá." Ennfremur segir Lovísa að hún hafi látið mæla hávaða í svefnrými sjómanna, hann hafi mælst í kringum 85 desibil en æskilegt er að hann fari ekki mikið yfir 50 desibil í svefnrýmum starfsmanna. "Hávaði er einn af áhrifaþáttum svefns. Það er algengt að menn telji sig venjast honum en það er ekki rétt, menn tapa bara heyrn." Lovísa segir ennfremur að heilsufar sjómanna hafi verið talsvert lakara en gengur og gerist hjá meðalmanninum. "Þeir eru með hæstu tíðni reykinga meðal starfstétta og drekka mikið kaffi. Þetta hefur allt mikil áhrif á svefnvenjur þeirra og gerir það að verkum að þeir hvílast ekki nægilega vel," segir Lovísa, sem bætir þó við að með einföldum forvörnum, reglulegu heilsufarseftirliti og auknu þoli megi koma í veg fyrir að heilbrigði sjómanna sé stefnt í voða.
Heilsa Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira