Örvænting og gripdeildir vestra 1. september 2005 00:01 Slagsmál brutust út og kveikt var í sorpi í yfirfullum og illa lyktandi íþróttaleikvangnum Superdome í gær. Þar höfðust tugþúsundir New Orleans-búa, á flótta undan flóðinu sem fellibylurinn Katrín olli, enn við. Þjóðvarðliðar streymdu til borgarinnar til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu, en örvæntingar og gripdeilda varð æ meira vart. Unnið var að því að ferja um 25.000 manns, sem hafst hafði við í Superdome-leikvangnum, í rútum til Houston í Texas þar sem flóttafólkinu bauðst að dvelja um sinn í öðrum íþróttaleikvangi. Erfiðlega gekk að hafa stjórn á mannfjöldanum sem var orðinn óþreyjufullur að komast burt. Til slagsmála kom og eldur var kveiktur í sorpbing inni í íþróttahöllinni. 10.000 þjóðvarðliðar til viðbótar, hvaðanæva úr Bandaríkjunum, voru sendir inn á svæðið við strönd Mexíkóflóa sem verst varð úti í fellibylnum til að sinna björgunarstörfum og öryggisgæslu. Gripdeildir, skothríð, bílrán og önnur lögleysa hefur æ meir orðið vart á hamfarasvæðinu undanfarna sólarhringa. Alls eru nú 28.000 hermenn á vettvangi en allt stefnir í að þetta verði umfangsmesta hernaðaraðgerð sem þurft hefur að grípa til vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum. "Sannleikurinn er sá að hörmungar eins og þessar kalla fram það besta í flestum, en það versta í sumum," sagði Haley Barbour, ríkisstjóri Mississippi, í sjónvarpsviðtali. "Við erum að reyna að bregðast hart við gripdeildum." Fregnir um að skotið hefði verið á þyrlu sem sinnti björgunarstörfum á flóðasvæðinu fengust ekki staðfestar hjá talsmönnum yfirvalda. Tilkynnt var í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi ferðast um hamfarasvæðið í dag og faðir hans, George Bush eldri, myndi ásamt Bill Clinton, fyrrverandi forseta, fara fyrir fjársöfnunarátaki til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna. Erlent Fréttir Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Slagsmál brutust út og kveikt var í sorpi í yfirfullum og illa lyktandi íþróttaleikvangnum Superdome í gær. Þar höfðust tugþúsundir New Orleans-búa, á flótta undan flóðinu sem fellibylurinn Katrín olli, enn við. Þjóðvarðliðar streymdu til borgarinnar til að hjálpa til við að koma á lögum og reglu, en örvæntingar og gripdeilda varð æ meira vart. Unnið var að því að ferja um 25.000 manns, sem hafst hafði við í Superdome-leikvangnum, í rútum til Houston í Texas þar sem flóttafólkinu bauðst að dvelja um sinn í öðrum íþróttaleikvangi. Erfiðlega gekk að hafa stjórn á mannfjöldanum sem var orðinn óþreyjufullur að komast burt. Til slagsmála kom og eldur var kveiktur í sorpbing inni í íþróttahöllinni. 10.000 þjóðvarðliðar til viðbótar, hvaðanæva úr Bandaríkjunum, voru sendir inn á svæðið við strönd Mexíkóflóa sem verst varð úti í fellibylnum til að sinna björgunarstörfum og öryggisgæslu. Gripdeildir, skothríð, bílrán og önnur lögleysa hefur æ meir orðið vart á hamfarasvæðinu undanfarna sólarhringa. Alls eru nú 28.000 hermenn á vettvangi en allt stefnir í að þetta verði umfangsmesta hernaðaraðgerð sem þurft hefur að grípa til vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum. "Sannleikurinn er sá að hörmungar eins og þessar kalla fram það besta í flestum, en það versta í sumum," sagði Haley Barbour, ríkisstjóri Mississippi, í sjónvarpsviðtali. "Við erum að reyna að bregðast hart við gripdeildum." Fregnir um að skotið hefði verið á þyrlu sem sinnti björgunarstörfum á flóðasvæðinu fengust ekki staðfestar hjá talsmönnum yfirvalda. Tilkynnt var í gær að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi ferðast um hamfarasvæðið í dag og faðir hans, George Bush eldri, myndi ásamt Bill Clinton, fyrrverandi forseta, fara fyrir fjársöfnunarátaki til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira