Frakkar sögðu nei við Chirac 29. maí 2005 00:01 Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira