Frakkar sögðu nei við Chirac 29. maí 2005 00:01 Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira