Frakkar sögðu nei við Chirac 29. maí 2005 00:01 Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sjá meira
Kjörsókn var prýðisgóð í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakklandi um stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins enda eru skoðanir fólks um plaggið afar skiptar. Andstæðingar sáttmálans átöldu ríkisstjórnina fyrir gegndarlausan áróður en stuðningsmennirnir kvörtuðu undan ómálefnalegri kosningabaráttu. 42 milljónir Frakka voru á kjörskrá en þar af búa 1,5 milljónir á frönskum yfirráðasvæðum víða um heim sem kusu á laugardaginn. Strax í gærmorgun tóku franskir kjósendur að flykkjast á kjörstaðina 55.000 sem opnaðir voru víðs vegar um landið. Kjörsókn var jöfn og þétt allan daginn og þegar kjörstöðunum var lokað í gærkvöld höfðu ríflega sjötíu prósent þjóðarinnar greitt atkvæði. Þetta er örlitlu meiri þátttaka en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Maastricht-sáttmálann sem haldin var árið 1992. Jacques Chirac forseti kaus í heimabæ sínum, Sarran, í Correze-héraðinu í Mið-Frakklandi en Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra greiddi atkvæði í Chasseneuil-du-Poitou í vesturhluta landsins. Líklegt er að sá síðarnefndi verði látinn segja af sér vegna úrslita kosninganna en hann þykir afar óvinsæll í Frakklandi. Eins og við er að búast höfðu kjósendur margvíslegar skoðanir á málunum. "Valkostirnir sem við fengum voru að segja já eða segja já," sagði kona á kjörstaðnum við Bastilluna í París en hún var afar gröm ríkisstjórninni fyrir einhliða áróður sinn til stuðnings sáttmálanum. Nágranni hennar kvartaði hins vegar yfir að í stað þess að snúast um stjórnarskrársáttmálann hefðu innanlandsmálefni og persónur stjórnmálaleiðtoganna verið það sem baráttan snerist um. Enn einn kjósandi í Bastillunni kvaðst hafa skilað auðu þar sem jafn sterk rök hefðu hnigið að hvorum kostinum fyrir sig. Næstu dagar munu svo leiða í ljós hvaða þýðingu kosningaúrslitin munu hafa. Þótt Chirac muni tæpast segja af sér er ljóst að staða hans bæði heima og erlendis hefur veikst verulega. Hafni Hollendingar einnig stjórnarskrársáttmálanum í sinni atkvæðagreiðslu á miðvikudaginn er eru allar líkur á að þar með verði saga hans öll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sjá meira