Innlent

Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu menningarveðlaun Reykjanesbæjar árið 2005

Málfundafélagið Faxi og Nesprýði ehf. hlutu Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2005 sem afhent voru í gær. Árlega eru veitt tvenn verðalaun, annars vegar til hóps eða einstaklings sem unnið hefur vel að menningarmálum í bæjarfélaginu og hins vegar til fyrirtækis sem stutt hefur við menningarlíf bæjarins með fjárstyrk eða með öðrum hætti.

Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Tilgangur Málfundafélagsins Faxa er að efla félagsþroska félagabba og gefa þeim kost á æfingu í rökréttri hugsun og munnlegri framsetningu, ásamt því að víkka sjóndeildarhring þeirra gagnvart hinum ýmsu viðhorfum á sem flestum sviðum.

Fyrirtækið Nesprýði ehf. hefur frá stofnun þess unnið með Reykjanesbæ að umhverfismálum og komið stutt kröftuglega við listir og menningu með beinum fjárframlögum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×