Stoppar upp fiska og fugla 21. mars 2005 00:01 Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi." Atvinna Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Haraldur hefur sérhæft sig í uppstoppun á laxfiskum og kveðst hafa alveg nóg að gera. Spurður hvort menn séu svona stoltir af veiðinni sinni að þeir láti stoppa hana upp svarar hann: "Já, oft hafa menn sett markið við 20 punda fiska en ég fæ líka stundum fiska sem einhver saga er bundin við." Hann segir verðið á uppstoppun fisks hlaupa á tugum þúsunda en þó ekki fara upp í hundrað. "Bæði er mikil vinna við þetta og eins er efniskostnaður mikill," segir hann og kveðst meðal annars nota lakk og aðrar vörur sem brúkaðar eru við boddýviðgerðir á bílum. En hvað notar hann í tróð? "Það er sérstakt frauð sem ég flyt inn í steyptum kubbum og tálga niður," svarar hann. Að sjálfsögðu finnst honum þetta skemmtilegt starf, annars væri hann ekki í því. "Ef ég verð leiður á fiskunum þá tek ég einn og einn fugl inn á milli," segir hann og brosir. Hann kveðst hafa byrjað að fikta við að stoppa upp fugla fyrir fimmtán árum en fiskauppstoppun hafi hann lært með því að vinna á verkstæðum bæði í Noregi og Ameríku. "Það er erfitt að komast í nám í þessu og svakalega dýrt en besti skólinn er á verkstæði hjá fagmanni," segir hann. Haraldur er keppnismaður. Lyftingarkeppnir áttu hug hans allan í 15 ár og ekkert annað komst að. Nú er hann að búa sig á heimsmeistaramót sem haldið verður í Springfield í Illinois í Bandaríkjunum en í fyrra fór hann á Evrópumeistaramót og náði titlinum Evrópumeistari í fiskauppstoppun. Í Springfield ætlar hann að sækja ýmis námskeið og draumurinn er að læra að tálga fiska út í tré en það segir hann mjög tímafreka vinnu. Í lokin er hann spurður hvernig íþróttamaður kunni við sig í svona kyrrsetustarfi og því svarar hann: "Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku til að halda mér gangandi."
Atvinna Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira