Golflandslið valið
Evrópumót áhugamannalandsliða í golfi fer fram á Hillside golfvellinum í Englandi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi. Staffan Johansson landsliðsþjálfari hefur valið íslenska liðið sem mun keppa á mótinu. Heiðar Davíð Bragason GKJ Örn Ævar Hjartarson GS Ottó Sigurðsson GKG Sigmundur Einar Másson GKG Stefán Már Stefánsson GR og Magnús Lárusson GKJ. Fararstjóri verður Ragnar Ólafsson.