Erlent

Styður ekki Verkamannaflokkinn

Brian Sedgemore, þingmaður Verkamannaflokksins til 27 ára, tilkynnti í gær að hann hygðist ganga til liðs við frjálslynda demókrata í mótmælaskyni við meintar lygar Tony Blair forsætisráðherra í Íraksmálinu. Sedgemore, sem lætur af þingmennsku eftir kosningarnar 5. maí, sagði í samtali við dagblaðið The Independent í gær að fleiri fráfarandi þingmenn flokksins ætluðu að fara að dæmi hans Ný könnun blaðsins sýnir að þrátt fyrir umræðu síðustu daga fengi Verkamannaflokkurinn 40 prósent atkvæða ef kosið yrði nú, íhaldsmenn 30 prósent og frjálslyndir 21 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×