Erlent

Vilja banna reykingar við akstur

Nokkrir þingmenn á þýska þinginu hyggjast leggja fram frumvarp sem bannar fólki að reykja um leið og það ekur bíl. Ekki er langt síðan frumvarp var samþykkt á þinginu sem bannar ökumönnum að tala í farsíma og segja þingmennirnir að reykingar við stýrið séu engu hættuminni en símablaður. Talsmanni samtaka bifreiðaeigenda í Þýskalandi líst hins vegar ekki vel á hugsanlega lagasetningu og segir að ef fóki verði bannað að reykja við akstur verði jafnframt að banna því að borða mat og japla á sælgæti á meðan það sitji við stýrið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×