Innlent

Notaði dúkahníf við nauðgun

Hæstiréttur þyngdi í gær um hálft ár refsingu manns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í apríl í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem hann hafði áður átt í sambandi við. Þá stóð ákvörðun um 700.000 króna miskabætur.

Nauðgunin átti sér stað á heimili mannsins 8. nóvember í fyrra, en þangað kom konan til að segja honum að sambandi þeirra væri endanlega lokið. Réðist maðurinn á hana og lagði hníf að hálsi hennar meðan á nauðguninni stóð. Maðurinn bar að hann og konan hefðu sammælst um að eiga samfarir í síðasta sinn og það hafi gengið eftir umrætt kvöld. Dóminum þótti hann ekki trúverðugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×