Fischer: Yfirvöldum verður stefnt 8. mars 2005 00:01 Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira