Alvarlegar breytingar 8. mars 2005 00:01 "Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utanhúss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifaríkasta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði," segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líftækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjögurra ára tilraunir með slíka ræktun í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og landbúnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plöntur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferðum eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftirsóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhússræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. "Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athugasemdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir," segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. "Þessi stefna stangast algerlega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða," segir hann og bætir við: "Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið." Nýlega var opnaður vefurinn erfdabreytt.net Heilsa Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utanhúss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifaríkasta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði," segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líftækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjögurra ára tilraunir með slíka ræktun í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og landbúnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plöntur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferðum eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftirsóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhússræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. "Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athugasemdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir," segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. "Þessi stefna stangast algerlega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða," segir hann og bætir við: "Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið." Nýlega var opnaður vefurinn erfdabreytt.net
Heilsa Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira