Á kafi í ísnum en aldrei kalt 9. janúar 2005 00:01 Hjónin Einar Steindórsson og Þóra Egilsdóttir stunda fisksölu á Freyjugötu 1 í Reykjavík. Þar hafa þau staðið vaktina í þrettán og hálft ár og eru þekkt fyrir þægilega og persónulega þjónustu. "Þetta er dálítið eins og í þorpi," segir Þóra brosandi. "Fastakúnnarnir verða kunningjar manns og maður fylgist með heilsufari og öðru í lífi þeirra." Sjálf er hún Eyrbekkingur að uppruna og þekkir þorpslíf af eigin raun. Kveðst allt að því fædd í slorinu og kunna vel við stemninguna kringum fiskinn. Einar er líka ánægður með starfið enda þótt vinnudagurinn sé oft langur. "Maður er sjálfs síns herra og þetta er ágætt í alla staði," segir hann. "Ég var sendiferðabílstjóri áður en ég byrjaði í þessu. Annars var ég á Stokkseyri fyrstu 40 æviárin og þá lengst af á sjó." En skyldi fiskbúðabransinn hafa breyst frá því að þau byrjuðu árið 1992? "Það eru engar stórbreytingar nema hvað áherslan hefur verið að færast meira yfir á tilbúna rétti sem fólk getur gripið með sér og þarf lítið að hafa fyrir, ofnrétti, bollur, plokkfisk og fisk í raspi. Þannig eru kröfur tímans og maður verður að fylgja þeim," segir Einar og þakkar konu sinni vinsældir tilbúnu réttanna þeirra. "Við höfum þetta bara eins og það sé heimatilbúið og eins og maður lærði af mömmu og tengdamömmu. Þannig vill fólk hafa það," segir Þóra. Einar kaupir fiskinn á mörkuðunum í gegnum tölvuna, mest á Faxamarkaði. "Ef ég kaupi fisk til dæmis austan af Hornafirði þá næ ég bara í hann niður á Faxamarkað morguninn eftir. Bílarnir eru á ferðinni allan sólarhringinn," segir hann. Meðan Einar sér um að kaupa fiskinn sér Þóra um að selja hann og í lokin er hún spurð hvort þetta sé ekki kuldalegt starf. "Nei," svarar hún og hlær. "Oftast er ég berfætt í stígvélunum, þannig líður mér best. Svo er ég alltaf berhent. Þó að ég sé á kafi í ísnum þá er mér aldrei kalt." Atvinna Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hjónin Einar Steindórsson og Þóra Egilsdóttir stunda fisksölu á Freyjugötu 1 í Reykjavík. Þar hafa þau staðið vaktina í þrettán og hálft ár og eru þekkt fyrir þægilega og persónulega þjónustu. "Þetta er dálítið eins og í þorpi," segir Þóra brosandi. "Fastakúnnarnir verða kunningjar manns og maður fylgist með heilsufari og öðru í lífi þeirra." Sjálf er hún Eyrbekkingur að uppruna og þekkir þorpslíf af eigin raun. Kveðst allt að því fædd í slorinu og kunna vel við stemninguna kringum fiskinn. Einar er líka ánægður með starfið enda þótt vinnudagurinn sé oft langur. "Maður er sjálfs síns herra og þetta er ágætt í alla staði," segir hann. "Ég var sendiferðabílstjóri áður en ég byrjaði í þessu. Annars var ég á Stokkseyri fyrstu 40 æviárin og þá lengst af á sjó." En skyldi fiskbúðabransinn hafa breyst frá því að þau byrjuðu árið 1992? "Það eru engar stórbreytingar nema hvað áherslan hefur verið að færast meira yfir á tilbúna rétti sem fólk getur gripið með sér og þarf lítið að hafa fyrir, ofnrétti, bollur, plokkfisk og fisk í raspi. Þannig eru kröfur tímans og maður verður að fylgja þeim," segir Einar og þakkar konu sinni vinsældir tilbúnu réttanna þeirra. "Við höfum þetta bara eins og það sé heimatilbúið og eins og maður lærði af mömmu og tengdamömmu. Þannig vill fólk hafa það," segir Þóra. Einar kaupir fiskinn á mörkuðunum í gegnum tölvuna, mest á Faxamarkaði. "Ef ég kaupi fisk til dæmis austan af Hornafirði þá næ ég bara í hann niður á Faxamarkað morguninn eftir. Bílarnir eru á ferðinni allan sólarhringinn," segir hann. Meðan Einar sér um að kaupa fiskinn sér Þóra um að selja hann og í lokin er hún spurð hvort þetta sé ekki kuldalegt starf. "Nei," svarar hún og hlær. "Oftast er ég berfætt í stígvélunum, þannig líður mér best. Svo er ég alltaf berhent. Þó að ég sé á kafi í ísnum þá er mér aldrei kalt."
Atvinna Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira