Ford Focus með ýmsum nýjungum 19. febrúar 2005 00:01 Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning