Innlent

Fengu þrjú ár fyrir að smygla

Tveir Litháar, 55 og 27 ára, hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi hvor í Héraðsdómi Austurlands. Mennirnir smygluðu hing­að tæp­um fjór­um kíló­um af ­metam­f­eta­míni­ sem falið hafði verið í Citroën-bifreið um borð í farþegaferjunni Norrænu.

Tollverðir fundu efnið 30. júní sl. Leitarhundar urðu áhugasamir um bílinn og var hann því færður til nánari skoðunar. Mennirnir gátu við yfirheyrslu hvorki bent á neinn hér sem þeir áttu að hitta né heldur nokkurn ytra sem skipulagði för. Eldri maðurinn sagðist hafa verið við bílainnflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×