Bjórbruggun úr íslensku byggi 25. september 2005 00:01 Þó kornrækt hafi verið að byggjast upp jafnt og þétt hér á landi er það nýtilkomið að bændur séu í miklum mæli að þurrka kornið frekar en að súrsa það. Þurrkun kornsins er skilyrði þess að hægt sé að nota það til manneldis en fram að þessu hefur það nánast einvörðungu verið notað sem skepnufóður. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur nýlega hafið framleiðslu á bjór sem bruggaður er úr íslensku byggi frá nokkrum bændum í Leirársveit í Borgarfirði. "Við byrjuðum með Egils Þorrabjór í janúar í ár og fengum mjög góðar viðtökur við honum," segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Þorrabjórinn var alfarið bruggaður úr góðu íslensku byggi. Eftir það var sett af stað ný tegund, Egils Premium, sem kom á markað í vor. Andri segir þetta enn vera þróunarverkefni og að menn séu að prófa sig áfram. "Eiginleikar kornsins hér á landi eru aðrir þar sem veðurfarið er öðruvísi hér." Ölgerðin flytur því enn inn mestallt það bygg sem hún þarf til bjórframleiðslunnar og því verður ekki hætt í bráð. "En þetta er kostnaðarlega raunhæft í framtíðinni" segir Andri um það að íslenskt korn leysi hið innflutta af hólmi. Að sögn Andra er ennfremur aldrei að vita nema í framtíðinni opnist möguleikar á að nota íslenskt bygg í vodka- og viskíframleiðslu. Í Skagafirði hafa nokkrir einstaklingar tekið sig saman um að hefja á næst misserum bruggun í litlum stíl. "Hugmyndin er sú að opna lítið brugghús," segir Vilhjálmur Baldursson rekstrarhagfræðingur, sem er stjórnarformaður undirbúningsfélags um bruggunina. Fyrst um sinn verður byggið flutt inn. "En menn sjá fyrir sér að í framtíðinni verði notað íslenskt korn." Upphaf verkefnisins má rekja til þess að skagfirskir bændur fóru að þurrka kornframleiðsluna og vildu prófa sig áfram með að malta kornið, en verka þarf kornið sérstaklega fyrir bruggunar. Vilhjálmur segir íslenskt korn vera jafngott til bjórbruggunar og hið innflutta, og þó hár flutningskostnaður á korni geri það að verkum að íslenskt korn verði hagkvæmara í framtíðinni. Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Þó kornrækt hafi verið að byggjast upp jafnt og þétt hér á landi er það nýtilkomið að bændur séu í miklum mæli að þurrka kornið frekar en að súrsa það. Þurrkun kornsins er skilyrði þess að hægt sé að nota það til manneldis en fram að þessu hefur það nánast einvörðungu verið notað sem skepnufóður. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur nýlega hafið framleiðslu á bjór sem bruggaður er úr íslensku byggi frá nokkrum bændum í Leirársveit í Borgarfirði. "Við byrjuðum með Egils Þorrabjór í janúar í ár og fengum mjög góðar viðtökur við honum," segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Þorrabjórinn var alfarið bruggaður úr góðu íslensku byggi. Eftir það var sett af stað ný tegund, Egils Premium, sem kom á markað í vor. Andri segir þetta enn vera þróunarverkefni og að menn séu að prófa sig áfram. "Eiginleikar kornsins hér á landi eru aðrir þar sem veðurfarið er öðruvísi hér." Ölgerðin flytur því enn inn mestallt það bygg sem hún þarf til bjórframleiðslunnar og því verður ekki hætt í bráð. "En þetta er kostnaðarlega raunhæft í framtíðinni" segir Andri um það að íslenskt korn leysi hið innflutta af hólmi. Að sögn Andra er ennfremur aldrei að vita nema í framtíðinni opnist möguleikar á að nota íslenskt bygg í vodka- og viskíframleiðslu. Í Skagafirði hafa nokkrir einstaklingar tekið sig saman um að hefja á næst misserum bruggun í litlum stíl. "Hugmyndin er sú að opna lítið brugghús," segir Vilhjálmur Baldursson rekstrarhagfræðingur, sem er stjórnarformaður undirbúningsfélags um bruggunina. Fyrst um sinn verður byggið flutt inn. "En menn sjá fyrir sér að í framtíðinni verði notað íslenskt korn." Upphaf verkefnisins má rekja til þess að skagfirskir bændur fóru að þurrka kornframleiðsluna og vildu prófa sig áfram með að malta kornið, en verka þarf kornið sérstaklega fyrir bruggunar. Vilhjálmur segir íslenskt korn vera jafngott til bjórbruggunar og hið innflutta, og þó hár flutningskostnaður á korni geri það að verkum að íslenskt korn verði hagkvæmara í framtíðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira