Hljómalind verður kaffihús 3. janúar 2005 00:01 "Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa. "Við ákváðum að Kaffi Hljómalind væri einfaldlega besta nafnið á staðinn, það kannast allir við húsið undir því nafni." Margt verður óvenjulegt við þetta nýja kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, sem opnað verður á sunnudaginn kemur. Til dæmis verður það bæði áfengis- og reyklaust, og svo verður öllum hagnaði af rekstri þess varið til góðgerðarmála. "Okkur langar svo til að búa til vettvang fyrir unglinga, til dæmis á menntaskólaaldri, sem hafa ekki aldur til að komast á tónleika þar sem vínveitingar eru leyfðar," segir Helena um reyk- og áfengisleysið. Hugmyndin að rekstrarforminu er hins vegar komin frá indverskum heimspekingi, P.R. Sarkar, sem útfærði nýjar hugmyndir um samvinnurekstur sem reyndar hafa verið víða um heim. "Til dæmis veit ég um heilt samfélag í Kanada sem er rekið með þessum hætti. Fyrirtækið á sig í rauninni sjálft. Enginn getur því grætt neitt á rekstrinum, menn fá bara laun fyrir sína vinnu en hagnaðurinn kemur öðrum til góða." Öll innkoma af opnunarkvöldinu á sunnudaginn rennur til dæmis beint í söfnun til hamfaranna í Asíu. Hugmyndin er sú að kaffihúsið verði vettvangur fyrir grasrótartónlist, opinskáa samfélagsumræðu og námskeið sem tengjast bættu samfélagi. Þar verður eingöngu seldur lífrænn matur. Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
"Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa. "Við ákváðum að Kaffi Hljómalind væri einfaldlega besta nafnið á staðinn, það kannast allir við húsið undir því nafni." Margt verður óvenjulegt við þetta nýja kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, sem opnað verður á sunnudaginn kemur. Til dæmis verður það bæði áfengis- og reyklaust, og svo verður öllum hagnaði af rekstri þess varið til góðgerðarmála. "Okkur langar svo til að búa til vettvang fyrir unglinga, til dæmis á menntaskólaaldri, sem hafa ekki aldur til að komast á tónleika þar sem vínveitingar eru leyfðar," segir Helena um reyk- og áfengisleysið. Hugmyndin að rekstrarforminu er hins vegar komin frá indverskum heimspekingi, P.R. Sarkar, sem útfærði nýjar hugmyndir um samvinnurekstur sem reyndar hafa verið víða um heim. "Til dæmis veit ég um heilt samfélag í Kanada sem er rekið með þessum hætti. Fyrirtækið á sig í rauninni sjálft. Enginn getur því grætt neitt á rekstrinum, menn fá bara laun fyrir sína vinnu en hagnaðurinn kemur öðrum til góða." Öll innkoma af opnunarkvöldinu á sunnudaginn rennur til dæmis beint í söfnun til hamfaranna í Asíu. Hugmyndin er sú að kaffihúsið verði vettvangur fyrir grasrótartónlist, opinskáa samfélagsumræðu og námskeið sem tengjast bættu samfélagi. Þar verður eingöngu seldur lífrænn matur.
Menning Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira