Hljómalind verður kaffihús 3. janúar 2005 00:01 "Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa. "Við ákváðum að Kaffi Hljómalind væri einfaldlega besta nafnið á staðinn, það kannast allir við húsið undir því nafni." Margt verður óvenjulegt við þetta nýja kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, sem opnað verður á sunnudaginn kemur. Til dæmis verður það bæði áfengis- og reyklaust, og svo verður öllum hagnaði af rekstri þess varið til góðgerðarmála. "Okkur langar svo til að búa til vettvang fyrir unglinga, til dæmis á menntaskólaaldri, sem hafa ekki aldur til að komast á tónleika þar sem vínveitingar eru leyfðar," segir Helena um reyk- og áfengisleysið. Hugmyndin að rekstrarforminu er hins vegar komin frá indverskum heimspekingi, P.R. Sarkar, sem útfærði nýjar hugmyndir um samvinnurekstur sem reyndar hafa verið víða um heim. "Til dæmis veit ég um heilt samfélag í Kanada sem er rekið með þessum hætti. Fyrirtækið á sig í rauninni sjálft. Enginn getur því grætt neitt á rekstrinum, menn fá bara laun fyrir sína vinnu en hagnaðurinn kemur öðrum til góða." Öll innkoma af opnunarkvöldinu á sunnudaginn rennur til dæmis beint í söfnun til hamfaranna í Asíu. Hugmyndin er sú að kaffihúsið verði vettvangur fyrir grasrótartónlist, opinskáa samfélagsumræðu og námskeið sem tengjast bættu samfélagi. Þar verður eingöngu seldur lífrænn matur. Menning Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
"Við hringdum í Kidda, sem rak Hljómalind, og hann gaf okkur strax leyfi til að nota nafnið. Hann var mjög ánægður með að við skyldum vilja nota það," segir Helena Stefánsdóttir, sem ásamt sex félögum sínum er að opna nýtt kaffihús að Laugavegi 21, þar sem plötubúðin Hljómalind var áður til húsa. "Við ákváðum að Kaffi Hljómalind væri einfaldlega besta nafnið á staðinn, það kannast allir við húsið undir því nafni." Margt verður óvenjulegt við þetta nýja kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, sem opnað verður á sunnudaginn kemur. Til dæmis verður það bæði áfengis- og reyklaust, og svo verður öllum hagnaði af rekstri þess varið til góðgerðarmála. "Okkur langar svo til að búa til vettvang fyrir unglinga, til dæmis á menntaskólaaldri, sem hafa ekki aldur til að komast á tónleika þar sem vínveitingar eru leyfðar," segir Helena um reyk- og áfengisleysið. Hugmyndin að rekstrarforminu er hins vegar komin frá indverskum heimspekingi, P.R. Sarkar, sem útfærði nýjar hugmyndir um samvinnurekstur sem reyndar hafa verið víða um heim. "Til dæmis veit ég um heilt samfélag í Kanada sem er rekið með þessum hætti. Fyrirtækið á sig í rauninni sjálft. Enginn getur því grætt neitt á rekstrinum, menn fá bara laun fyrir sína vinnu en hagnaðurinn kemur öðrum til góða." Öll innkoma af opnunarkvöldinu á sunnudaginn rennur til dæmis beint í söfnun til hamfaranna í Asíu. Hugmyndin er sú að kaffihúsið verði vettvangur fyrir grasrótartónlist, opinskáa samfélagsumræðu og námskeið sem tengjast bættu samfélagi. Þar verður eingöngu seldur lífrænn matur.
Menning Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira