Innlent

Dagvist fatlaðra tryggð

Það er rétt að félagsmálaráðherra tjáði mér að ráðuneytið hyggðist greiða það sem á vantar," segir Gerður Árnadóttir, formaður foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla. Samþykkt var í borgarráði í gær að greiða 10,5 milljónir króna til að standa undir helmingi þess kostnaðar sem dagvistun fatlaðra barna í skólanum kostar en áætlað var að heildarkostnaður yrði um 21 milljón króna. Gerður segir þungu fargi af sér og öðrum foreldrum létt. "Þetta hefði mátt koma fyrr en nú er altént hægt að hefja skipulagningu starfsins í vetur og það er vel."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×