Spurlock við frumsýningu 25. ágúst 2004 00:01 Morgan Spurlock var nær dauða en lífi eftir að hafa lifað eingöngu á McDonalds-hamborgurum í heilan mánuð í fyrra. Hann segir að reynsla sín hafi orðið til að ýta við fólki og það hugsi meira en áður um hvað það setur ofan í sig og börn sín. Kvikmynd um tilraun Spurlocks hefur vakið heimsathygli og verður frumsýnd hér á landi í kvöld, Spurlock sjálfur verður viðstaddur frumsýninguna. Spurlock segist hafa verið 14 mánuði að ná fyrri heilsu. Mynd hans, "Super Size Me", er opnunarmynd bandarísku kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í dag og stendur til 6. september. Spurlock segir talsmenn McDonalds hafa reynt að kasta rýrð á myndina. Hann segir að talsmenn McDonalds tali aldrei um það, að borði maður matinn þeirra veikist maður síðar meir. Borði maður mikið af slíkum mat hækkar kólesterólið, blóðþrýstingurinn hækkar, hjarta og lifrarsjúkdómar gera vart við sig auk sykursýki. Hann segir að allt sem hafi hent sig í myndinni geti hent aðra, en það tali þeir aldrei um. McDonalds hefur að undanförnu keyrt öfluga aglýsingaherferð í fjölmiðlum þar sem lögð er áhersla á hollan og nýjan matseðil. Spurlock segir það ótrúlega tilviljun að slíkur matseðill komi á markað um leið og frumsýna eigi mynd sína. Hann segist hafa farið inn á veitingastað McDonalds og beðið um upplýsingar um næringarefni. Þær hafi ekki verið til á staðnum. Spurlock gefur ekki mikið fyrir þessa nýju línu fyrirtækisins. Hann mælir heldur með að fólk fari þar inn, kaupi vatnsflösku og fari rakleiðis út aftur. Spurlock segir tilgang myndarinnar hafa verið að hreyfa við fólki og að það hafi tekist. Hann segir fólk ganga út af myndinni og hugsa með sér að það þurfi að fara betur með sig, elda meira fyrir börnin sín og vera þeim betri fyrirmynd. Hann vill sjá að fólk axli ábyrgð á lífi sínu. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Morgan Spurlock var nær dauða en lífi eftir að hafa lifað eingöngu á McDonalds-hamborgurum í heilan mánuð í fyrra. Hann segir að reynsla sín hafi orðið til að ýta við fólki og það hugsi meira en áður um hvað það setur ofan í sig og börn sín. Kvikmynd um tilraun Spurlocks hefur vakið heimsathygli og verður frumsýnd hér á landi í kvöld, Spurlock sjálfur verður viðstaddur frumsýninguna. Spurlock segist hafa verið 14 mánuði að ná fyrri heilsu. Mynd hans, "Super Size Me", er opnunarmynd bandarísku kvikmyndahátíðarinnar sem hefst í dag og stendur til 6. september. Spurlock segir talsmenn McDonalds hafa reynt að kasta rýrð á myndina. Hann segir að talsmenn McDonalds tali aldrei um það, að borði maður matinn þeirra veikist maður síðar meir. Borði maður mikið af slíkum mat hækkar kólesterólið, blóðþrýstingurinn hækkar, hjarta og lifrarsjúkdómar gera vart við sig auk sykursýki. Hann segir að allt sem hafi hent sig í myndinni geti hent aðra, en það tali þeir aldrei um. McDonalds hefur að undanförnu keyrt öfluga aglýsingaherferð í fjölmiðlum þar sem lögð er áhersla á hollan og nýjan matseðil. Spurlock segir það ótrúlega tilviljun að slíkur matseðill komi á markað um leið og frumsýna eigi mynd sína. Hann segist hafa farið inn á veitingastað McDonalds og beðið um upplýsingar um næringarefni. Þær hafi ekki verið til á staðnum. Spurlock gefur ekki mikið fyrir þessa nýju línu fyrirtækisins. Hann mælir heldur með að fólk fari þar inn, kaupi vatnsflösku og fari rakleiðis út aftur. Spurlock segir tilgang myndarinnar hafa verið að hreyfa við fólki og að það hafi tekist. Hann segir fólk ganga út af myndinni og hugsa með sér að það þurfi að fara betur með sig, elda meira fyrir börnin sín og vera þeim betri fyrirmynd. Hann vill sjá að fólk axli ábyrgð á lífi sínu.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira