Situr að verkefnum borgarinnar 25. ágúst 2004 00:01 Einkahlutafélagið Vélamiðstöðin, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljóna króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reyjkavíkur breytt í Vélamiðstöðina ehf. Síðan þá hefur Vélamiðstöðin fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verkefna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokstur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opinbera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum aðilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar er Stefán Jóhann Stefánsson, sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á vegum Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórnarformaður Sorpu, Alfreð Þorsteinsson, er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er útboð í flutning og vélavinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufunesi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma 600 milljónir króna í hlut þess fyrirtækis sem hreppir verkið. Vélamiðstöðin hefur verið valin í lokahóp fimm fyrirtækja og mun verkið að koma í hlut eins þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Einkahlutafélagið Vélamiðstöðin, sem er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, hefur fengið greiddar um 350 milljónir úr borgarsjóði fyrir verkefni sem ekki voru boðin út. Framundan er stórt útboð á vegum Sorpu að verðmæti um 600 milljóna króna og hefur Vélamiðstöðin verið valin í hóp fimm fyrirtækja sem líklegust eru til að hreppa verkið. Haustið 2002 var Vélamiðstöð Reyjkavíkur breytt í Vélamiðstöðina ehf. Síðan þá hefur Vélamiðstöðin fengið fjölmörg verkefni án útboðs hjá eiganda sínum, Reykjavíkurborg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa greiðslur úr borgarsjóði vegna þessara verkefna numið um 350 milljónum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur fengið með þessum hætti eru sorphreinsun, snjómokstur og vélaleiga. Einkaaðilar sem keppa á þessum markaði hafa kvartað yfir þessu og bent á að fyrirtæki í eigu hins opinbera njóti betri kjara á lánamarkaði en önnur fyrirtæki. Þá sé alls óvíst hvort markaðsverð ráði greiðslum til fyrirtækisins frá opinberum aðilum þegar því eru fengin verkefni án útboðs. Samkeppnisstaðan sé því mjög ójöfn. Stjórnarformaður Vélamiðstöðvarinnar er Stefán Jóhann Stefánsson, sem áður var formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en auk hans sitja í stjórn fyrirtækisins Björn Ingi Sveinsson, borgarverkfræðingur, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Í gær voru opnuð tilboð í verkefni á vegum Sorpu og átti Vélamiðstöðin lægsta boð í einn hluta þess. Stjórnarformaður Sorpu, Alfreð Þorsteinsson, er jafnframt stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, annars eigenda Vélamiðstöðvarinnar. Framundan er útboð í flutning og vélavinnu fyrir móttöku Sorpu í Gufunesi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma 600 milljónir króna í hlut þess fyrirtækis sem hreppir verkið. Vélamiðstöðin hefur verið valin í lokahóp fimm fyrirtækja og mun verkið að koma í hlut eins þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira