Innlent

Frídagar fluttir yfir á föstudag

Reykjavíkurborg ætlar að kanna hvort starfsmenn borgarinnar vilji flytja frídaga þannig að úr verði samfellt leyfi. Borgarráð hefur samþykkt að láta kanna áhuga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar og annarra viðsemjenda Reykjavíkurborgar, á því að taka upp í samninga heimildarákvæði um að flytja frítöku vegna uppstigningadags, og sumardagsins fyrsta. Þessir frídagar eru á fimmtudegi, en borgin vill færa frítökuna yfir á föstudag. Með því verður úr samfellt þriggja daga frí, fyrir starfsmenn. Þetta hefur verið gert um margra ára skeið hjá nokkrum fyrirtækjum á landinu, og munu Siglfirðingar hafa riðið á vaðið með þetta fyrirkomulag. Kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar, mun nú kanna hvort borgarstarfsmenn vilji hafa þennan háttinn á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×