Innlent

42 varðskipsnemar í sumar

42 varðskipsnemar hafa stundað nám og störf á varðskipunum Ægi og Tý, í sumar. Þetta er samstarfsverkefni Landhelgisgæslunnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áður en nemarnir halda til hafs fara þeir í kynnisferð um aðrar starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar. Varðskipsnemar ganga í öll störf um borð í varðskipunum. Þeir standa vaktir í brú, vél, eldhúsi og á þilfari. Reynt er að hafa það fyrirkomulag að þeir kynnist sem flestum störfum um borð og eru þeir því 3 daga á hverri vaktstöð. Þegar varðskipsmenn fara í eftirlitsferðir um borð í fiskiskip fær yfirleitt einn varðskipsnemi að fylgjast með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×